Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 11. desember 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Heimir: Vona að Íslendingur geti kælt sætið
Ræddi við Stuttgart og Vancouver - Fékk ráð frá Roland
Heimir á æfingu með íslenska landsliðniu í Katar í fyrra.
Heimir á æfingu með íslenska landsliðniu í Katar í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson var kynntur sem nýr þjálfari Al Arabi á fréttamannafundi í Katar í dag. Heimir gekk í gær frá tveggja og hálfs árs samningi við Al Arabi en hann er sextándi þjálfari liðsins síðan í byrjun árs 2012.

Heimir sló á létta strengi þegar hann var spurður út í það hvort að hann hefði áhyggjr af því að fá ekki nægilegan tíma í þjálfarastólnum.

„Ég veita ð þetat er heitt sæti en vonandi getur náungi frá Ísland kælt það aðeins," sagði Heimir léttur í bragði.

„Allir hafa sýnt mér mikinn stuðning, bæði formaðurinn og fólkið í kringum félagið. Ég hef trú á því að við séum með langtímaverkefni hér."

Heimir staðfesti á fundinum að hann hefði rætt við þýska félagið Stuttgart fyrr í vetur sem og Vancouver Whitecaps.

Þá greindi hann frá því að hann hefði rætt við Roland Anderson og fengið ráð áður en hann samdi við Al Arabi. Sænski reynsluboltinn Roland hefur verið í njósnateymi íslenska landsliðsin undanfarin ár en hann þjálfaði á sínum tíma í Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner