Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 12. desember 2018 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skórnir gætu farið upp á hillu hjá Robben
Arjen Robben er goðsögn hjá Bayern.
Arjen Robben er goðsögn hjá Bayern.
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Arjen Robben mun yfirgefa Bayern München næsta sumar. Hann er goðsögn hjá félaginu sem er það stærsta í Þýskalandi.

Robben er ekki með viss með framhaldið en hann segir jafnvel að skórnir gætu farið upp á hillu.

Robben verður 35 ára í janúar.

„Þetta er rétti tímapunkturinn," sagði Robben í samtali við þýska tímaritið Kicker. „Félagið vill breyta til og ég vil undirbúa mína framtíð. Ég er ánægður og þakklátur fyrir það að það sé samkomulag hjá báðum aðilum."

„Kannski mun ég hætta að spila - þetta snýst um að bíða og sjá hvaða möguleikar koma upp. Ef það koma tilbð þá mun ég 100% skoða þau og ef tilboðið er gott, þá mun ég halda áfram að spila. En ef ekkert gott tilboð kemur, þá eru það kannski endalokin á mínum ferli"

Robben segir að fjölskyldan spili stórt hlutverk. Því er ekki líklegt að hann fari til Kína eða álíka.

Robben hefur verið hjá Bayern í tæp 10 ár. Hann spilaði áður með Chelsea, Real Madrid.

Í Hollandi lék hann með PSV og Groningen en þau félög hafa bæði lýst yfir áhuga á Robben.
Athugasemdir
banner
banner
banner