Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 11. desember 2018 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino: Risastórt afrek fyrir félagið
Pochettino sýnir enn á ný að hann er mjög hæfileikaríkur stjóri.
Pochettino sýnir enn á ný að hann er mjög hæfileikaríkur stjóri.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino sýndi enn og aftur í kvöld að hann er virkilega fær knattspyrnustjóri. Lærisveinar Pochettino í Tottenham komust áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Tottenham var komið með bakið upp við vegg eftir að hafa aðeins náð í eitt stig úr fyrstu þremur leikjum sínum, en liðið náði að rétta úr kútnum og eftir jafntefli við Barcelona í kvöld var sætið í 16-liða úslitunum tryggt.

„Leikmennirnir voru frábærir. Þetta tók á. Ég er ánægður fyrir hönd stuðningsmanna. Þetta er risastórt afrek fyrir félagið," sagði Pochettino eftir leikinn í kvöld.

„Ég er svo ánægður. Eftir leikinn vissum við ekki hvernig leikurinn hjá Inter hafði endað, það var erfitt að bíða en við erum svo ánægðir. Þetta er svo mikilvægt fyrir félagið."

„Ég trúði því alltaf að við gætum unnið leikinn. Við sköpuðum mikið af færum en við vorum ekki að ná að skora, við hugsuðum að þetta væri kannski ekki kvöldið okkar. En sem betur fer skoruðum við."

„Við eigum skilið að fara áfram með Barcelona. Við vorum bestu liðin í þessum riðli."

Sjá einnig:
Sögulegur áfangi hjá Tottenham - 16-liða úrslitin bíða
Athugasemdir
banner
banner