Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. desember 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Dregið í 16-liða úrslit í Meistaradeildinni á mánudaginn
Tottenham og Liverpool enduðu bæði í 2. sæti í sínum riðlumþ
Tottenham og Liverpool enduðu bæði í 2. sæti í sínum riðlumþ
Mynd: Getty Images
Meistarar Real Madrid eru búnir að vinna sinn riðil.
Meistarar Real Madrid eru búnir að vinna sinn riðil.
Mynd: Getty Images
Dregið verður í 16-liða úrslit í Meistaradeildinni í Sviss á mánudag klukkan 16:00.

15 lið eru nú þegar örugg áfram en það skýrist í kvöld hvort Lyon eða Shakhtar Donetsk fylgi Manchester City áfram upp úr F-riðli. Í kvöld skýrist líka endanlega með sigurvegara í þremur riðlum.

Í 16-liða úrslitum mæta sigurvegararnir úr riðlunum liðum sem lentu í 2. sæti en lið frá sama landi geta ekki mæst fyrr en í 8-liða úrslitum.

Sigurvegarar riðlanna
Barcelona
Bayern Munchen eða Ajax
Dortmund
Juventus eða Manchester United
Manchester City eða Lyon
Porto
PSG
Real Madrid

Liðin í 2. sæti
Atletico Madrid
Bayern Munchen eða Ajax
Juventus eða Manchester United
Liverpool
Manchester City, Lyon eða Shakhtar Donetsk
Roma
Schalke
Tottenham

Fyrri leikirnir fara fram 12/13. febrúar og þeir síðari 19/20. febrúar. Síðari leikirnir verða 5/6. mars og 12/13. mars.
Athugasemdir
banner
banner