Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 12. desember 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Ancelotti: Van Dijk hefði fengið rautt með VAR
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, telur að Virgil van Dijk hefði fengið rauða spjaldið á 14.mínútu í leiknum gegn Liverpool í gær ef að VAR væri komið til sögunnar í Meistaradeildinni.

Taka á upp VAR, myndbandsdómgæslu, í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir áramót.

Van Dijk átti ljóta tæklingu á Dries Mertens á 14. mínútu í gær en slapp með gult spjald.

„Af myndbandi að dæma er þetta rautt spjald. Það eru mörg spurningamerki í kringum VAR en þetta er að koma of seint inn í Meistaradeildina," sagði Ancelotti svekktur.

Napoli tapaði leiknum 1-0 í gær og endaði í 3. sæti í riðlinum. Liðið fer því í Evrópudeildina eftir áramót.

Sjá einnig:
Verðskuldaði tækling Van Dijk rautt spjald?
Van Dijk ver tæklinguna sína - Á leið í bann
Athugasemdir
banner
banner