Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 12. desember 2018 10:28
Magnús Már Einarsson
Van Dijk ver tæklinguna sína - Á leið í bann
Mynd: Getty Images
„Mér fannst þetta alls ekki vera slæm tækling," sagði Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, eftir 1-0 sigurinn á Napoli í gærkvöldi.

Van Dijk ræddi þar um tæklingu sem hann átti á Dries Mertens á 14. mínútu leiksins. Damir Skomina, dómari leiksins, sýndi Van Dijk gula spjaldið en margir vildu sjá það rauða fara á loft. Hollendingurinn fór af krafti í boltann og í kjölfarið í Mertens.

„Því miður snerti ég hann en ég myndi aldrei fara í tæklingu til að meiða einhvern eða eitthvað slíkt. Ég var með boltann og þegar völlurinn er blautur þá rennur þú. Ég snerti hann en svona er fótboltinn," sagði Van Dijk.

Gula spjaldið þýðir að Van Dijk verður í banni í fyrri leik Liverpool í 16-liða úrslitunum eftir áramót.

„Því miður er ég núna í banni í fyrri leiknum. Ég heyrði af því eftir leikinn og ég er smá svekktur með það en við erum með nóg af gæða leikmönnum sem geta fyllt skarðið fyrir mig," sagði Van Dijk.

Sjá einnig:
Verðskuldaði tækling Van Dijk rautt spjald?
Athugasemdir
banner
banner
banner