banner
   mið 12. desember 2018 17:13
Magnús Már Einarsson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Arnór og Hörður mæta Real Madrid
Hörður í leik með CSKA.
Hörður í leik með CSKA.
Mynd: Getty Images
Íslensku landsliðsmennirnir Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon eru báðir í byrjunarliði CSKA Moskva sem mætir Real Madrid í lokaumferðinni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Hörður byrjar í fimm manna varnarlínu CSKA en Arnór byrjar í fremstu víglínu.

CSKA er í neðsta sæti riðilsins fyrir heimsóknina á Santiago Bernabeu en getur með hagstæðum úrslitum náð 3. sætinu og sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

CSKA þarf að ná betri úrslitum gegn Real Madrid heldur en Viktoria Plzen nær gegn Roma til að ná 3. sætinu.

Real Madrid er þegar búið að vinna riðilinn og stillir upp hálfgerðu varaliði. Brasilíumaðurinn efnilegi Vinicius Jr. fær meðal annars séns í byrjunarliðinu.

Byrjunarlið Real Madrid: Courtois, Odriozola, Vallejo, Javi Sanchez, Marcelo, Isco, Llorente, Valverde, Vinicius Jr, Asensio, Benzema.
Byrjunarlið CSKA Moskva: Akinfeev, Fernandes, Nababkin, Becao, Hörður Björgvin Magnússon, Schennikov, Vlasic, Bistrovic, Oblyakov, Chalov, Arnór Sigurðsson.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner