Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. desember 2018 17:50
Ívan Guðjón Baldursson
Birkir byrjaður að æfa með aðalliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er byrjaður að æfa aftur með aðalliði Aston Villa eftir að hafa undirgengist aðgerð á nára fyrir þremur vikum.

Birkir var mikilvægur hlekkur í byrjunarliði Villa undir stjórn Steve Bruce en nú er nýr knattspyrnustjóri tekinn við félaginu, Dean Smith.

Villa hefur gengið vel undir stjórn Smith og verður áhugavert að fylgjast með byrjunarliðsbaráttu Birkis.

Ólíklegt er að Birkir verði liðtækur fyrir næsta leik liðsins sem er á heimavelli gegn Stoke City á laugardaginn.

Það er þó öllu líklegra að hann verði tilbúinn fyrir heimaleikinn gegn Leeds rétt fyrir jól, en þá tekur svakaleg dagskrá við þar sem liðið spilar fimm leiki á þrettán dögum.
Athugasemdir
banner
banner