fim 13. desember 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Í fyrsta sinn sem Barcelona er minna með boltann
Mynd: Getty Images
Tottenham komst í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í annað sinn í röð er liðið náði jafntefli gegn Barcelona á Camp Nou á þriðjudagskvöldið.

Börsungar komust yfir í leiknum með marki frá Ousmane Dembele en Lucas Moura jafnaði á lokakaflanum.

Barca mætti ekki með sitt sterkasta lið til leiks þar sem menn á borð við Luis Suarez og Lionel Messi voru hvíldir.

Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Tottenham kemst upp úr riðli í Meistaradeildinni tvö tímabil í röð. Leikurinn í gær var þó merkilegur fyrir aðrar sakir, því Barcelona var minna með boltann, eða 48.81%.

Það hefur ekki gerst í tólf ár í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, síðan gegn Werder Bremen 5. desember 2006. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem Barca er minna en 60% með boltann í riðlakeppninni á tímabilinu.

Tottenham endaði í öðru sæti riðilsins, jafnt Inter á stigum, en komst áfram þökk sé útivallarmarki sem Christian Eriksen skoraði á San Siro. Inter hefði komist áfram með sigri gegn PSV Eindhoven á heimavelli en Hollendingarnir stóðu fyrir sínu og náðu jafntefli.

Fyrir tveimur árum var Tottenham slegið úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar og á síðasta tímabili tapaði liðið fyrir Juventus í 16-liða úrslitum.

Barcelona hefur dottið úr leik í 8-liða úrslitum síðustu tvö tímabil. Bæði skiptin hafa það verið ítölsk félög sem slá katalónska stórveldið úr leik, fyrst Juventus og síðar Roma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner