Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 12. desember 2018 21:05
Hafliði Breiðfjörð
Bose-mótið: FH vann Víking í vítaspyrnukeppni
Gunnar Nielsen var hetja FH í kvöld.
Gunnar Nielsen var hetja FH í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur 2-2 FH (7-8 eftir vítaspyrnukeppni)
1-0 Erlingur Agnarsson
1-1 Halldór Orri Björnsson
1-2 Jónatan Ingi Jónsson
2-2 Logi Tómasson

FH endaði í 5. sæti Bose-mótsins en liðið lagði Víking Reykjavík í vítaspyrnukeppni á Víkingsvelli í kvöld í leiknum um 5. sætið.

Erlingur Agnarsson kom Víkingum yfir í fyrri hálfleiknum en um miðjan síðari hálfleikinn komst FH yfir með tveimur mörkum með stuttu millibili frá Halldóri Orra Björnssyni og Jónatan Inga Jónssyni.

Logi Tómasson jafnaði svo metin fyrir Víkinga með skoti beint úr aukaspyrnu og lokastaðan í venjulegum leiktíma 2-2.

Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem liðin nýttu fjögur víti hvort. Þá var farið í bráðabana þar sem FH hafði betur. Gunnar Nielsen markvörður þeirra varði tvær spyrnur Víkinga.

Þá er ljóst að FH endar í 5. sæti mótsins og Víkingur í því sjötta. KR vann mótið, Breiðablik endaði í 2. sæti, HK í þriðja og Stjarnan fjórða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner