Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 12. desember 2018 22:47
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Áttum að ná jafntefli en klúðruðum dauðafærum
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var svekktur eftir 2-1 tap gegn Valencia fyrr í kvöld en er ánægður með að hafa komist upp úr riðli í Meistaradeildinni.

Valencia komst yfir með marki frá Carlos Soler í fyrri hálfleik og skoraði Phil Jones vandræðalegt sjálfsmark skömmu eftir leikhlé og staðan orðin 2-0. Marcus Rashford kom af bekknum snemma í síðari hálfleik og náði að minnka muninn á lokakaflanum.

Juventus endar á toppi riðilsins þrátt fyrir 2-1 tap gegn Young Boys í kvöld, en Manchester United hefði náð toppsæti riðilsins með sigri gegn Valencia.

Mourinho virtist vera í grínskapi að leikslokum því hann byrjaði viðtalið á léttu nótunum þrátt fyrir tapið.

„Við töpuðum aðallega vegna þess að við skoruðum tvö mörk en í staðinn fyrir að vinna 1-2 þá töpuðum við 2-1," sagði Mourinho og glotti eins og er hægt að sjá hér fyrir neðan.

„Mér fannst við vera of passívir í fyrri hálfleik. Við vorum rólegir á boltanum en það vantaði allan metnað í sóknarleikinn. Það var slæmt að fá sjálfsmark í andlitið snemma í síðari hálfleik, það gerði þeim kleift að stjórna leiknum.

„Ég gerði tvær breytingar í seinni hálfleik og við byrjuðum strax að spila betur. Við áttum að ná jafntefli en klúðruðum dauðafærum."




Athugasemdir
banner
banner