Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. desember 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kjarnafæðismótið: KF skoraði fjögur gegn ungu liði KA
Mynd: Jón Örvar Arason
KA 3 0 - 4 KF
0-1 Aksentije Milisic ('18)
0-2 Halldór Logi Hilmarsson ('51, víti)
0-3 Friðrik Örn Ásgeirsson ('63)
0-4 Atli Fannar Írisarson ('64)

KF hafði betur gegn kornungu liði KA 3 sem var aðeins skipað leikmönnum fæddum eftir aldamótin 2000.

Liðin mættust í Kjarnafæðismótinu í Boganum og kom Aksentije Milisic gestunum yfir með skalla snemma leiks. Fyrri hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu.

KF skoraði þrjú mörk í fyrri hluta síðari hálfleiks og stóð uppi sem öruggur sigurvegari.

Maður leiksins: FriðrikÖrnÁsgeirsson KF

Dalvík/Reynir hafði betur gegn Þór 2 á dögunum og mætti Þór 2 þar til leiks með leikmenn fædda frá 1999 til 2002.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner