Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 13. desember 2018 10:54
Elvar Geir Magnússon
Sarri: Erfitt að undirbúa þennan leik
Callum Hudson-Odoi, 18 ára leikmaður Chelsea.
Callum Hudson-Odoi, 18 ára leikmaður Chelsea.
Mynd: Getty Images
Chelsea heimsækir ungversku meistarana í MOL Vidi í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Chelsea hefur þegar tryggt sér sigur í riðlinum en Vidi er í baráttu um að fylgja bláliðum í útsláttarkeppnina.

Hinn 18 ára Maybe Hudson-Odoi mun spila með Chelsea í kvöld og þá er líklegt að jafnaldri hans Ethan Ampadu komi einnig við sögu þar sem Gary Cahill er meiddur.

George McEachran er þriðji leikmaðurinn sem fæddur er 2000 og er í hóp Chelsea fyrir leikinn.

„Það var mjög erfitt að undirbúa þennan leik því við höfum ekki að neinu að keppa. Við unnum fyrri leikinn gegn Vidi 1-0 en það var mjög erfiður leikur því þeir vörðust mjög vel. Þessi leikur gæti verið öðruvísi því þeir eru að berjast um að komast áfram og þurfa að vinna," segir Sarri.

Auk Cahill þá ferðuðust Mateo Kovacic og Victor Moses ekki í leikinn.

Vidi þarf að ná betri úrslitum en BATE Borisov nær gegn PAOK Salonika, í leik sem fram fer á sama tíma, til að komast áfram.

„Við höfum verið flottir fullrúar fyrir ungverskan fótbolta," segir Marko Nikolic, þjálfari Vidi.

„Við erum að fara að mæta mjög sterkum andstæðingum í Chelsea. Sama þó liðið muni hvíla einhverja þá gæti 'B-lið' Chelsea unnið titla í mörgum löndum."

Leikur Vidi og Chelsea hefst 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner