Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 13. desember 2018 12:25
Elvar Geir Magnússon
Liðunum í Meistaradeildinni styrkleikaraðað - Man Utd í 14. sæti
Vinnur Manchester City keppnina?
Vinnur Manchester City keppnina?
Mynd: Getty Images
Telegraph telur að Manchester City sé sigurstranglegasta lið Meistaradeildar Evrópu þetta tímabilið. Til gamans ákvað blaðið að styrkleikaraða þeim sextán liðum sem verða í pottinum þegar dregið verður í útsláttarkeppnina á mánudaginn.

Manchester United er í 14. sæti á þeim lista. Ríkjandi meistarar í Real Madrid eru hikstandi í deildinni heima og eru aðeins í 9. sæti, á eftir Tottenham sem er í 8. sæti. Þá hefur Bayern München ekki verið sannfærandi á tímabilinu og er í 7. sæti.

Liverpool er orðið öflugra varnarlegra en á síðasta tímabili og er í 4. sæti en PSG, Juventus og Manchester City eru þó talin sigurstranglegri í keppninni.

1. Manchester City
2. Juventus
3. PSG
4. Liverpool
5. Barcelona
6. Atletico Madrid
7. Bayern München
8. Tottenham
9. Real Madrid
10. Lyon
11. Borussia Dortmund
12. Ajax
13. Roma
14. Manchester United
15. Porto
16. Schalke

Sjá einnig:
Ljóst hvaða lið geta mæst í Meistaradeildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner