fim 13. desember 2018 16:30
Elvar Geir Magnússon
Gæti Dortmund selt Pulisic í janúar?
Christian Pulisic .
Christian Pulisic .
Mynd: Getty Images
Bandaríski leikmaðurinn Christian Pulisic gæti verið seldur frá Borussia Dortmund í janúar, ef nægilega hátt tilboð berst.

Þettta segir Mirror en þessi tvítugi leikmaður hefur í gegnum tíðina verið orðaður við Chelsea, Liverpool og Manchester United svo einhver félög séu nefnd.

Dortmund er sem stendur í efsta sæti þýsku deildarinnar, með sjö stiga forystu.

Michael Zorc, framkvæmdastjóri Dortmund, segir að engin af stjörnum liðsins verði seld í janúarlugganum.

Þrátt fyrir það er talið að Dortmund sé tilbúið að hlusta á tilboð í Pulisic sem á 18 mánuði eftir af samningi sínum. Frábær frammistaða Jadon Sancho hefur gert það að verkum að Pulisic hefur misst byrjunarliðssæti sitt.

„Ég býst fastlega við því að Christian verði í Dortmund treyjunni í febrúar," segir Zorc en Pulisic hefur verið erfiður í samningaviðræðum.

Hann lék í 90 mínútur þegar Dortmund vann Mónakó 2-0 í Meistaradeildinni á þriðjudag en liðið verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit á mánudag. Hann hefur ekki byrjað deildarleik undir stjórn Lucien Favren síðan í september.

Bayern München hefur áhuga á Pulisic, sérstaklega í ljósi þess að Arjen Robben yfirgefur félagið næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner