Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 13. desember 2018 16:43
Elvar Geir Magnússon
Tveir aldamótastrákar byrja hjá Chelsea - Jón Guðni og Arnór byrja
Fylgst með í úrslitaþjónustu á forsíðu
Ethan Ampadu skallar boltann.
Ethan Ampadu skallar boltann.
Mynd: Getty Images
Jón Guðni Fjóluson.
Jón Guðni Fjóluson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Riðlakeppni Evrópudeildarinnar lýkur í kvöld. Klukkan 17:55 hefst leikur Vidi og Chelsea í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Chelsea hefur þegar tryggt sér sigur í riðlinum en Vidi er í baráttu um að fylgja bláliðum í útsláttarkeppnina. Vidi þarf að ná betri úrslitum en BATE Borisov nær gegn PAOK Salonika, í leik sem fram fer á sama tíma, til að komast áfram.

Tveir 18 ára strákar, fæddir árið 2000, eru í byrjunarliði Chelsea. Það eru sóknarleikmaðurinn Maybe Hudson-Odoi og varnarleikmaðurinn Ethan Ampadu.

George McEachran er þriðji leikmaðurinn sem fæddur er 2000 og er í hóp Chelsea fyrir leikinn. Hann byrjar á bekknum. Gary Cahill, Mateo Kovacic og Victor Moses ferðuðust ekki með í leikinn.

Byrjunarlið Chelsea: Caballero, Zappacosta, Ampadu, Christensen, Emerson, Fabregas (c), Barkley, Loftus-Cheek, Willian, Hudson-Odoi, Morata.

Standard Liege er þá í baráttu við Sevilla í J-riðli og þarf sigur gegn Jóni Guðna Fjólusyni og félögum í toppliði Krasnodar sem getur tryggt sig áfram með jafntefli. Jón Guðni er í byrjunarliði Krasnodar.

Staðan er einnig opin í I-riðli þar sem þrjú stig skilja topplið Genk að frá botnliði Sarpsborg. Genk á heimaleik gegn Sarpsborg á meðan Besiktas tekur á móti Arnóri Ingva Traustasyni og félögum í Malmö í úrslitaleik. Arnór byrjar hjá Malmö.

Leikir dagsins:
A-riðill:
20:00 AEK Larnaca - Bayer Leverkusen
20:00 Ludogorets - Zurich

B-riðill:
20:00 Celtic - Salzburg
20:00 RB Leipzig - Rosenborg

C-riðill:
20:00 Slavia Prag - Zenit
20:00 Kaupmannahöfn - Bordeaux

D-riðill:
20:00 Dinamo Zagreb - Anderlecht
20:00 Trnava - Fenerbahce

E-riðill:
20:00 Arsenal - Qarabag
20:00 Sporting - Vorskla Poltava

F-riðill:
20:00 Dudelange - Real Betis
20:00 Olympiakos - AC Milan

G-riðill:
17:55 Villarreal - Spartak Moskva
17:55 Rapid Vienna - Rangers

H-riðill:
17:55 Lazio - Eintracht Frankfurt
17:55 Marseille - Apollon Limassol

I-riðill:
17:55 Genk - Sarpsborg
17:55 Besiktas - Malmö

J-riðill:
17:55 Sevilla - Krasnodar
17:55 Akhisarspor - Standard Liege

K-riðill:
17:55 Dynamo Kiev - Jablonec
17:55 Rennes - FC Astana

L-riðill:
17:55 MOL Vidi - Chelsea
17:55 PAOK - BATE
Athugasemdir
banner
banner
banner