Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. desember 2018 22:00
Arnar Helgi Magnússon
Evrópudeildin: Arsenal kláraði Qarabag - Milan klúðraði málunum
Lacazette gerði eina mark Arsenal í kvöld.
Lacazette gerði eina mark Arsenal í kvöld.
Mynd: Getty Images
Nú er ljóst hvaða 32 verða í pottinum þegar dregið verður í Evrópudeildinni eftir helgi.

Tólf leikir kláruðust nú rétt í þessu en fyrr í kvöld lauk öðrum tólf leikjum í Evrópudeildinni og úrslitin úr þeim leikjum og þau lið sem að komin eru áfram má sjá með því að smella smella hér.

Arsenal tók á móti Qarabag á Emirates vellinum í London en fyrir leikinn var Arsenal komið áfram í riðlinum.

Eina mark leiksins kom á 16. mínútu þegar Mezut Özil átti sendingu á Lacazette sem að kláraði færið. Það verður Sporting sem að fylgir Arsenal upp úr E-riðlinum.

Það var dramatík í Þýskalandi þar sem að RB Leipzig og Rosenborg mættust. Það leit allt út fyrir það að RB Leipzig væri að fara með sigur af hólmi þegar Tore Reginiussen jafnaði fyrir Rosenborg á 86. mínútu.

Það verður því Celtic sem fylgir Salzburg í 32-liða úrslitin.

AC Milan tókst á einhvern ótrúlegan hátt að klúðra málunum en liðið tapaði 3-1 fyrir Olympiakos á útivelli og missti þar með liðið fram úr sér með betra markahlutfall.

Það verður því Real Betis sem fylgir Olympiakos úr F-riðlinum en fyrirfram var Milan talið sterkasta liðið í riðlinum.

Úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan og einnig þau lið sem eru komin áfram.

A-riðill:
AEK Larnaca 1 - 5 Bayer
1-0 Catala ('26 )
1-1 Dominik Kohr ('28 )
1-2 Lucas Alario ('41 , víti)
1-3 Dominik Kohr ('68 )
1-4 Paulinho ('78 )
1-5 Lucas Alario ('86 )

Ludogorets 1 - 1 Zurich
0-1 Stephen Odey ('21 )
1-1 Jakub Swierczok ('45 )

Zurich og Bayer Leverkusen í 32-liða úrslit

B-riðill:
RB Leipzig 1 - 1 Rosenborg
1-0 Matheus Cunha ('47 )
1-1 Tore Reginiussen ('86 )

Celtic 1 - 2 Salzburg
0-1 Munas Dabbur ('67 )
0-2 Fredrik Gulbrandsen ('77 )
1-2 Olivier Ntcham ('90 )

Celtic og Salzburg í 32-liða úrslit

C-riðill:
Slavia Praha 2 - 0 Zenit
1-0 Jaromir Zmrhal ('32 )
2-0 Miroslav Stoch ('41 )

FC Kobenhavn 0 - 1 Bordeaux
0-1 Jimmy Briand ('74 )

Slavia og Zenit í 32-liða úrslit

D-riðill:
Dinamo Zagreb 0 - 0 Anderlecht

Spartak Trnava 1 - 0 Fenerbahce
1-0 Kubilay Yilmaz ('41 )

Fenebache og Dinamo Zagreb í 32-liða úrslit

E-riðill:
Sporting 3 - 0 Vorskla
1-0 Fredy Montero ('17 )
2-0 Miguel Luis ('35 )
2-1 Ardin Dallku ('44 , sjálfsmark)

Arsenal 1 - 0 Qarabag
1-0 Alexandre Lacazette ('16 )

Arsenal og Sporting í 32-liða úrslit

F-riðill:
Dudelange 0 - 0 Betis

Olympiakos 3 - 1 Milan
1-0 Pape Abou Cisse ('60 )
1-1 Cristian Zapata ('70 , sjálfsmark)
1-2 Cristian Zapata ('71 )
2-2 Kostas Fortounis ('81 , víti)

Real Betis og Olympiakos í 32-liða úrslit
Athugasemdir
banner
banner