Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 13. desember 2018 22:30
Arnar Helgi Magnússon
Craig Gordon með mistök sem minntu á Karius
Craig Gordon
Craig Gordon
Mynd: Getty Images
Það var ansi mikið undir þegar Celtic tók á móti Salzburg í Evrópudeildinni í kvöld á Celtic Park í Skotlandi.

Fyrir leikinn var það ljóst að annaðhvort Celtic eða RB Leipzig myndi fylgja Salzburg í 32-liða úrslitin.

Á 78. mínútu skoraði Fredrik Gulbrandsen fyrir Salzburg og kom þeim í 0-2, á þeim tíma var RB Leipzig að vinna Rosenborg sem þýddi að Leipzig kæmist áfram.

Rosenborg náði hinsvegar að jafna leikinn þegar Tore Reginiussen skoraði á 86. mínútu, jafntefli niðurstaðan í Þýskalandi sem þýðir að Celtic gat tapað og farið samt áfram.


Mark Fredrik Gulbrandsen á 78. mínútu minnti óneitanlega mikið á mark Karim Benzema í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí þegar Karius, markvörður Liverpool kastaði í hann og inn fór boltinn.

Nú var það Craig Gordon sem að kastaði í Gullbrandsen en sem betur fer fyrir skoska markmanninn þá kom það ekki að sök.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.


Hér má síðan sjá markið sem að Karius fékk á sig í maí.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner