Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. desember 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
De Ligt er gulldrengurinn í ár
Öll bestu félög Evrópu eru að berjast um Matthijs de Ligt um þessar mundir. Hann er metinn á rúmlega 60 milljónir evra.
Öll bestu félög Evrópu eru að berjast um Matthijs de Ligt um þessar mundir. Hann er metinn á rúmlega 60 milljónir evra.
Mynd: Getty Images
Hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt hefur verið valinn gulldrengurinn 2018, nafnbót sem er veitt efnilegasta U21 árs leikmanni Evrópu á hverju ári.

De Ligt er aðeins 19 ára gamall en er þegar orðinn fyrirliði Ajax og á 13 A-landsleiki að baki.

Ítalska dagblaðið Tuttosport stendur að baki verðlaununum og eru íþróttafréttamenn um alla Evrópu sem fá kosningarétt.

Kylian Mbappe var Gulldrengurinn í fyrra en var ekki meðal þeirra fimm sem komu til greina í ár þrátt fyrir að vinna heimsmeistaramótið með Frakklandi.

Justin Kluivert, kantmaður Roma, kom einnig til greina ásamt Trent Alexander-Arnold, Vinicius Junior og Patrick Cutrone.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner