mán 17. desember 2018 08:32
Magnús Már Einarsson
Þórður gæti lagt hanskana á hilluna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, gæti lagt hanskana á hilluna samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag.

Samningur Þórðar við Fjölni rann út í október og hann staðfesti í samtali við Morg­un­blaðið í gær að ekki væri áhugi fyr­ir áfram­hald­andi sam­starfi við uppeldisfélag sitt.

„Það verður að vera eitt­hvað rosa­lega spenn­andi eft­ir ára­mót svo ég taki slag­inn. Ég er bú­inn að vera í fríi og ekki heyrt í nein­um enn þá,“ sagði Þórður við Morgunblaðið aðspurður út í framhaldið.

Hinn þrítugi Þórður hefur spilað 244 leiki á ferlinum en þar af eru 134 í efstu deild. Auk Fjölnis hefur Þórður spilað með KR og BÍ/Bolungarvík.

Fjölnir fékk markvörðinn Atla Gunnar Guðmundsson frá Fram á dögunum en hjá félaginu er einnig markvörðurinn Jökull Blængsson sem var í láni hjá Haukum síðastliðið sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner