Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 17. desember 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Lars staðráðinn í að hætta með Noreg eftir EM
Á erfitt með að hætta.
Á erfitt með að hætta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Noregs, segist vera staðráðinn í að hætta með liðið eftir undankeppni EM 2020 eða eftir mótið sjálft ef Norðmenn komast þangað.

Í löngu viðtali við Verdens Gang í Noregi fer Lars yfir ýmislegt en hann útilokar meðal annars að taka undankeppni HM 2022 með norska liðið.

Hinn sjötugi Lars er búinn að þjálfa norska landsliðið í tæp tvö ár en þar á undan þjálfaði hann íslenska landsliðið í fimm og hálft ár.

„Nei nei," sagði Lars aðspurður hvort hann muni mögulega halda áfram með Noreg eftir EM.

„Ég þarf einhverntímann að stoppa. Ég á hús í Norrland sem ég sakna alltaf meira og meira. Ég fer vanalega þangað einn í fimm til sex daga áður en ég fer til Osló."

„Ég þarf fljótlega að gera eitthvað annað við líf mitt en að þjálfa landslið. Það sagði ég samt líka eftir starfið hjá Íslandi. Ég sagði það líka eftir starfið hjá Nígeríu."

Athugasemdir
banner
banner
banner