Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 17. desember 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Majewski framlengir við Grindavík
Maciej Majewski ánægður með harðfisk frá Eyjabita eftir leik í sumar.
Maciej Majewski ánægður með harðfisk frá Eyjabita eftir leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Pólski markvörðurinn Maciej Majewski hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning hjá Grindavík.

Majewski varð samningslaus eftir tímabilið en nú er ljóst að hann verður áfram hjá Grindvíkingum.

Hinn 29 ára gamli Majewski kom til Grindavíkur frá Sindra fyrir sumarið 2015. Majewski sleit hásin fyrir sumarið 2016 en undanfarin tvö ár hefur hann síðan verið varamarkvörður Grindavíkur.

Í sumar spilaði Majewski tvo leiki í Pepsi-deildinni og tvo í Mjólkurbikarnum en hann var valinn maður leiksins eftir magnaða frammistöðu í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabæ.

Kristijan Jajalo, sem var aðalmarkvörður Grindavíkur á síðasta tímabili, er á förum en líklegt er að liði bæti öðrum markmanni við hlið Majewski í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner