þri 18. desember 2018 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Í þriðja sinn sem Mourinho er rekinn eftir tap gegn Klopp
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri Manchester United fyrr í dag.

Hann var rekinn eftir 3-1 tap gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni sem var fyrsta deildartap Man Utd á Anfield síðan 2013.

Það vekur athygli að þetta er í þriðja sinn í röð sem Mourinho er rekinn frá félagsliði sínu eftir tap gegn Klopp.

Klopp svo gott sem batt enda á dvöl Mourinho hjá Real Madrid þegar Borussia Dortmund hafði betur með 4-1 sigri í undanúrslitum Meistaradeildarinnar árið 2015. Real vann seinni leikinn 2-0 heima en það nægði ekki og var Mourinho látinn fara mánuði síðar.

Svipað var uppi á teningnum hjá Chelsea sem voru ríkjandi Englandsmeistarar og töpuðu 1-3 á heimavelli gegn Liverpool haustið 2015. Mourinho var rekinn einum og hálfum mánuði síðar, eftir tapleiki gegn Stoke, Bournemouth og Leicester.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner