Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. desember 2018 21:29
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Fyrsta tap Dortmund kom gegn nýliðunum
Alfreð lagði upp
Mynd: Getty Images
Topplið Borussia Dortmund heimsótti nýliða Fortuna Düsseldorf sem eru í fallbaráttunni í þýska boltanum í kvöld.

Dodi Lukebakio kom heimamönnum yfir eftir ótrúlega auðvelda skyndisókn í fyrri hálfleik og tvöfaldaði Jean Zimmer forystuna skömmu eftir leikhlé með sannkölluðu undramarki.

Paco Alcacer kom af bekknum og minnkaði muninn niður í eitt mark en það nægði ekki og fyrsta tap Dortmund á tímabilinu staðreynd.

Paco bætti þó met í þýsku deildinni því þetta var hans tíunda mark af bekknum og er hann markahæstur í deildinni með tólf mörk.

Borussia Mönchengladbach lagði Nürnberg að velli og er nú aðeins sex stigum á eftir Dortmund og þá átti Alfreð Finnbogason stoðsendingu í 2-2 jafntefli Augsburg gegn Hertha Berlin.

Alfreð lék fyrstu 60 mínútur leiksins og gerði vel að koma boltanum á Koo Ja-Cheol sem gerði jöfnunarmark Augsburg seint í fyrri hálfleik.

Wolfsburg er þá komið í Evrópusæti eftir sigur á fallbaráttuliði Stuttgart. Christian Gentner, fyrirliði Stuttgart, lék allan leikinn þrátt fyrir andlát föðurs sins eftir sigur gegn Hertha Berlin um helgina.

Fortuna Dusseldorf 2 - 1 Borussia Dortmund
1-0 Dodi Lukebakio ('22 )
2-0 Jean Zimmer ('56 )
2-1 Paco Alcacer ('81 )

Borussia M'Gladbach 2 - 0 Nurnberg
1-0 Thorgan Hazard ('47 )
2-0 Alassane Plea ('86 )

Hertha Berlin 2 - 2 Augsburg
0-1 Martin Hinteregger ('8 )
1-1 Matthew Leckie ('28 )
2-1 Ondrej Duda ('31 )
2-2 Koo Ja-Cheol ('39 )

Wolfsburg 2 - 0 Stuttgart
1-0 Josuha Guilavogui ('24 )
2-0 Wout Weghorst ('44 )
Athugasemdir
banner
banner
banner