Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 18. desember 2018 21:38
Ívan Guðjón Baldursson
England: Vítaspyrnukeppni hjá Man City - Burton í undanúrslit
Mynd: Getty Images
Úrvalsdeildarslagur Leicester City og Manchester City í 8-liða úrslitum deildabikarsins er kominn í vítaspyrnukeppni þar sem ekki er framlengt í keppninni.

Kevin De Bruyne kom Englandsmeisturunum yfir snemma leiks en Marc Albrighton kom af bekknum og jafnaði þegar tuttugu mínútur voru eftir.

Meira var ekki skorað og nú er leikurinn á leið í framlengingu, sem minnir óneitanlega á sömu viðureign í fyrra þegar Jamie Vardy jafnaði fyrir Leicester í uppbótartíma.

Man City vann þá viðureign í vítaspyrnukeppni og nú fá heimamenn á King Power leikvanginum tækifæri til að hefna sín.

C-deildarliðið Burton kom þá öllum á óvart og hafði betur á útivelli gegn Middlesbrough, sem hefur verið eitt af betri liðum Championship deildarinnar undanfarin ár.

Jake Hesketh gerði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik og er Burton því eina félagið utan úrvalsdeildarinnar sem kemst í undanúrslit deildabikarsins í ár.

Leicester 1 - 1 Man City
0-1 Kevin De Bruyne ('14)
1-1 Marc Albrighton ('73)

Middlesbrough 0 - 1 Burton
0-1 Jake Hesketh ('48)
Athugasemdir
banner
banner
banner