Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 18. desember 2018 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zola viðurkennir að Chelsea hefur áhuga á Wilson
Mynd: Getty Images
Gianfranco Zola, aðstoðarstjóri Maurizio Sarri hjá Chelsea, viðurkenndi í viðtali í dag að félagið hefur áhuga á Callum Wilson, sóknarmanni Bournemouth.

Wilson er 26 ára gamall og hefur gert afar góða hluti á tímabilinu þar sem hann er kominn með 8 mörk í 16 deildarleikjum.

Chelsea vantar sóknarmann þar sem Alvaro Morata og Olivier Giroud hafa ekki reynst jafn vel og Sarri hafði vonað.

„Callum er að gera mjög vel og það erum ekki bara við sem höfum áhuga á honum, heldur mörg önnur félög líka," sagði Zola.

„Mér líkar við hann því hann er líkamlega sterkur, snöggur og góður í loftinu. Það eru gríðarlega mikilvægir eiginleikar fyrir sóknarmann."

Wilson spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir England í haust og skoraði í sigri gegn Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner