mið 19. desember 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
De Laurentiis hafnaði 95 milljónum fyrir Koulibaly
Mynd: Getty Images
Aurelio De Laurentiis, eigandi Napoli, hefur staðfest háværan orðróm þess efnis að félagið hafi hafnað risatilboði í senegalska miðvörðinn Kalidou Koulibaly.

Talið var að Napoli hafi hafnað 90 milljónum punda en De Laurentiis segist hafa hafnað 95 milljónum.

„Við kunnum að þróa leikmenn og höfum getuna til þess að halda þeim innan félagsins ef við viljum," sagði De Laurentiis við fréttamenn.

„Þegar það er boðið 95 milljónir punda í miðvörð þá vestu að hann er í heimsklassa. Það hefur enginn boðið svona mikið í miðvörð áður í knattspyrnusögunni."

De Laurentiis greinir ekki hvaða félag bauð í varnarmanninn en miklar líkur eru á að það hafi verið Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner