Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. desember 2018 10:34
Elvar Geir Magnússon
Solskjær: Manchester United er í hjarta mínu
Solskjær með lukkudýri Man Utd.
Solskjær með lukkudýri Man Utd.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær var í morgun staðfestur sem stjóri Manchester United út tímabilið.

Solskjær var ellefu tímabil sem leikmaður United og skoraði sigurmark úrslitaleiks Meistaradeildarinnar 1999.

„Manchester United er í hjarta mínu og það er algjör snilld að að koma aftur til félagsins í þetta starf," segir Norðmaðurinn.

„Ég hlakka mikið til þess að vinna með þessum mjög hæfileikaríka leikmannahópi sem við erum með, starfsliðinu og öllum hjá félaginu."

Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United, hafði þetta að segja:

„Ole er goðsögn hjá félaginu og með mikla reynslu, bæði innan vallarins og í þjálfarastarfinu. Saga hans hjá Manchester United gerir það að verkum að hann þekkir allt hjá félaginu og allir eru í skýjunum með að fá hann aftur," segir Woodward.

„Við erum vissir um að hann og Mike Phelan muni sameina leikmenn og stuðningsmenn fyrir seinni hluta tímabilsins."

NÆSTU SEX LEIKIR MAN UTD:
22. desember: Cardiff - Man Utd (úrvalsdeildin)
26. desember: Man Utd - Huddersfield (úrvalsdeildin)
30. desember: Man Utd - Bournemouth (úrvalsdeildin)
2. janúar: Newcastle - Man Utd (úrvalsdeildin)
5. janúar: Man Utd - Reading (FA bikarinn)
13. janúar: Tottenham - Man Utd (úrvalsdeildin)
Athugasemdir
banner
banner