Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. desember 2018 10:58
Elvar Geir Magnússon
Áætlað að Solskjær taki aftur við Molde næsta sumar
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Ole Gunnar Solskjær var í morgun staðfestur sem stjóri Manchester United út tímabilið.

Solskjær er þjálfari Molde sem endaði í 2. sæti norsku deildarinnar í ár. Hann skrifaði nýlega undir nýjan samning við félagið.

Á heimasíðu Molde er sagt að Erling Moe aðstoðarþjálfari muni stýra aðalliðinu meðan Solskjær stýrir Manchester United. Áætlað er að Solskjær taki svo aftur við Molde eftir að tímabilinu lýkur á Englandi.

„Í fótbolta veistu aldrei hvað getur gerst," segir Solskjær í yfirlýsingu Molde.

„Þetta er tækifæri sem ég varð að grípa og ég hlakka til að stýra Manchester United til sumars. Á sama tíma mun ég fylgjast grannt með því sem er í gangi heima."

Mirror segir að Manchester United borgi Molde 1,8 milljónir punda fyrir að fá Solskjær lánaðan.
Athugasemdir
banner