Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. janúar 2019 11:30
Arnar Helgi Magnússon
Arnór Sig: Mikilvægt að verða ekki hrokagikkur
Arnór tekur í höndina á Gareth Bale
Arnór tekur í höndina á Gareth Bale
Mynd: Getty Images
Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu er viðmælandi Arnórs Sveins og Bergsveins Ólafssonar í nýjasta hlaðvarpsþætti þeirra drengja sem ber heitið Millivegurinn

Þar fer Arnór yfir víðann völl, meðal annars uppgang ferilsins, mikilvægi markmiða, hvernig var að vinna sig inn í liðið hjá CSKA, framtíðarmarkmið og fleira.

Hann var spurður af því hvort að foreldrar hans hafi gefið honum eitthvað ráð sem að hann hefur fylgt á atvinnumannaferlinum.

„Það er í raun að vera bara góð manneskja, sama hversu vel gengur hjá þér. Aðalatriðið að fólk sjái þig bara sem góða manneskju."

„Fólk sér mig núna kannski sem fótboltamann, ég er búinn að fá mikla athygli og fleiri vita hver ég er. Þannig það er mikilvægt að koma alltaf vel fram. Þessir hlutir skipta máli þegar vel gengur, ekki að maður verði einhver hrokakikkur."

„Ég reyni alltaf að vera þessi sami ljúfi drengur frá Akranesi, sama hversu vel gengur."

Þetta frábæra spjall í hlaðvarpsþættinum Millivegurinn má hlusta á hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner