Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 11. janúar 2019 15:00
Arnar Helgi Magnússon
Ederson: Leikurinn við Liverpool var upp á líf eða dauða
Mynd: Getty Images
Brasilíski markvörðurinn Ederson segir að leikurinn gegn Liverpool á dögunum hafi verið upp á líf eða dauða fyrir Manchester City.

Að lokum var það City sem hafði betur, 2-1 og minnkaði forskot Liverpool niður í fjögur stig.

„Fyrir okkur var þetta upp á líf eða dauða. Við vissum hversu mikið var undir í leiknum. Það var ekki í boði að gera jafntefli eða tapa. Eina sem við hugsuðum um var að vinna leikinn."

„Þetta var okkar besti leikur í deildinni á tímabilinu. Vonandi getum við haldið þessari spilamennsku áfram."

Manchester City tekur á móti Úlfunum á mánudagskvöldið á Etihad vellinum í Manchester. Liverpool heimsækir Brighton um á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner