fös 11. janúar 2019 10:35
Arnar Helgi Magnússon
Muller fær tveggja leikja bann - Ekki með gegn Liverpool
Mynd: Getty Images
Thomas Muller mun ekki taka þátt í 16-liða Meistaradeildarinnar þegar Bayern Munchen og Liverpool mætast í tveimur viðureignum.

Muller var í morgun dæmdur í tveggja leikja bann í Meistaradeildinni eftir atvikið sem gerðist í leik Bayern Munchen og Ajax í lokaumferð riðlakeppninnar í desember.

Muller átti þá skelfilegt spark beint í hausinn á Nicolas Tagliafico, leikmanni Ajax með þeim afleiðingum að hann fékk stóran skurð á hausinn.

Sjá meira:
Sjáðu rauða spjaldið: Müller opnaði hausinn á Tagliafico

Muller fékk að sjálfsögðu að líta beint rautt spjald og var því gert ráð fyrir því að hann myndi missa af fyrri leiknum. Nú er það orðið staðfest að hann missir af báðum leikjunum.

Fyrri leikur liðanna fer fram á Anfield 19. febrúar en síðari í Þýskalandi 13. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner