lau 12. janúar 2019 08:54
Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn í dag - Benni Bóas og Máni hlaupa í skarðið
Benedikt Bóas stýrir þættinum með Mána Péturssyni að þessu sinni.
Benedikt Bóas stýrir þættinum með Mána Péturssyni að þessu sinni.
Mynd: Morgunblaðið
Benedikt Bóas Hinriksson og Þorkell Máni Pétursson hlaupa í skarðið fyrir þá félaga Elvar Geir og Tómas Þór í útvarpinu í dag. Umsjónarmenn þáttarins hafa vaknað fyrir allar aldir undanfarin áratug til að fjalla um fótbolta en útvarpsþátturinn fagnar 10 ára afmæli sínu um þessar mundir.

Þátturinn er að vanda milli 12 og 14 á X977

Báðir eru þeir erlendis, Elvar með landsliði Íslands í fótbolta sem statt er í Katar og Tómas með landsliði Íslands í handbolta sem tekur þátt í HM í Þýskalandi.

Ekki kom til greina að fresta þættinum í fyrsta sinn í tíu ár og munu þeir Benni og Máni reyna að fylla þeirra skarð.

Fjallað verður um Leeds United, heyrt verður í umsjónarmönnunum í útlöndum. Hitað verður upp fyrir stórslag enska boltans um helgina, Man Utd - Tottenham og farið um víðan völl. Jafnvel að góðir gestir kíki við - það getur jú allt gerst í útvarpinu.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins í dag verða þeir Benedikt Boas Hinriksson og Þorkell Máni Pétursson. Hægt er að finna þá á Twitter undir @benediktboas og @Manipeturs

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner