Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 11. janúar 2019 13:20
Arnar Helgi Magnússon
Siggi Raggi sækir um sem yfirmaður knattspyrnumála í Singapúr
Mynd: Getty Images
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur sótt um starf yfirmanns knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandi Singapúr. Þetta kemur fram í fjölmiðlum þar í landi.

Sigurður Ragnar hefur verið án starfs síðan að var rekinn sem þjálfari kínverska kvennalandsliðið í fyrra vor.

Hann kom kínverska landsliðinu á Heimsmeistaramótið sem fram fer í sumar.

„Ég hefði að sjálfsögðu kosið að fá meiri þolinmæði til verksins en tæplega 6 mánuði enda tekur lengri tíma en það að mínu mati að byggja upp nýtt landslið en því miður fengum við ekki þolinmæði til þess," sagði Sigurður eftir brottreksturinn í Kína.

Sigurður stýrði íslenska kvennalandsliðinu í sjö ár eða á árunum 2006-2013. Eftir það hefur hann verið í nokkrum þjálfarastörfum. Til að mynda tók hann við karlaliði ÍBV, varð aðstoðarþjálfari Lillestrøm og tók við kvennaliði Jiangsu Suning.

Hann ræddi við The Straits Times, sem er fjölmiðil í Singapúr meðal annars um landslagið í íslenskri knattspyrnu og velgengni landsliðanna.

Ekki kemur fram hvenær ráðið verður í starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner