Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 12. janúar 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrefaldi Englandsmeistarinn Huth leggur skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Hinn Robert Huth segir það fjarri lagi að hann sé að ganga í raðir Derby í Championship-deildinni. Huth segist vera hættur í fótbolta og því sé þetta ekki að fara að gerast.

Orðið á götunni var það að Huth væri að ganga frá 18 mánaða samningi við Derby en þessi varnarmaður Leicester svaraði því á Twitter með þessum orðum:

„Þetta gæti ekki verið minna satt. Ég er hættur, ég á bara eftir að fara í viðtal og gráta út af því."

Huth spilaði á Englandi allan atvinnumannaferil sinn. Hann lék með Chelsea, Middlesbrough, Stoke og Leicester. Huth varð tvisvar Englandsmeistari með Chelsea og einu sinni með Leicester.

Hinn 34 ára gamli Huth yfirgaf Leicester eftir síðasta tímabil. Hann lék 19 landsleiki fyrir Þýskaland.


Athugasemdir
banner
banner
banner