Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 12. janúar 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barátta um Batshauyi - Henry staðfestir áhuga
Það er barátta um Batshuayi.
Það er barátta um Batshuayi.
Mynd: Getty Images
Það virðist vera nóg að gera hjá Thierry Henry, stjóra Mónakó, í þessum félagaskiptaglugga.

Mónakó landaði Cesc Fabregas, miðjumanni frá Chelsea í gær, en franska úrvalsdeildarfélagið vill halda áfram í viðskiptum við Chelsea. Henry hefur staðfest áhuga á sóknarmanninum Michy Batshuayi.

Belgíski framherjinn hefur verið á láni hjá Valencia á Spáni, en þar náði hann sé engan veginn á strik.

Everton vill kaupa Batshuayi en félagið mun fá samkeppni frá Mónakó um hann.

„Ég þekki Michy úr belgíska landsliðinu. Hann er leikmaður sem gæti verið áhugaverður fyrir okkur," sagði Henry, sem er fyrrum aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins.

Batshuayi lék áður með Marseille í Frakklandi og Henry segir að reynsla hans í deildinni sé mikilvæg. „En ekkert er klárt. Þú verður að vera þolinmóður," sagði Henry.

Mónakó er í miklu basli í frönsku úrvalsdeildinni og hefði klárlega not fyrir Batshuayi. Mónakó er sem stendur í næst neðsta sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner