Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 12. janúar 2019 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Christian Benteke orðinn heill heilsu
Benteke snýr aftur.
Benteke snýr aftur.
Mynd: Getty Images
Christian Benteke hefur verið frá keppni síðan í september eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné.

Markaskorun Crystal Palace hefur verið mesti höfuðverkur liðsins en liðið hefur einungis skorað nítján mörk í 21 leik í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Það er vonandi fyrir liðið að endurkoma Benteke hjálpi við markaskorunina en hann hefur þó einungis skorað tvö mörk fyrir liðið á síðustu tólf mánuðum.

Á blaðamannafundi staðfesti Roy Hodgson, stjóri Palace, að Benteke yrði í hópnum gegn Watford í dag. „Hann verður í hópnum. Auðvitað vantar upp á leikformið hjá honum en það kemur með tímanum. Hann hefur æft vel en við verðum samt að passa upp á hann, þetta voru erfið meiðsli," sagði Hodgson.

Hodgson sagði einnig að þrátt fyrir að Benteke væri kominn aftur þá væri ekki útilokað að félagið myndi styrkja sig með öðrum framherja í félagaskiptaglugganum sem nú er í gangi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner