Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 11. janúar 2019 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bielsa viðurkennir að hafa látið njósna - Gert þetta síðan 2002
Bielsa fer sínar eigin leiðir
Bielsa fer sínar eigin leiðir
Mynd: Getty Images
Nú er í gangi leikur Leeds og Derby County í Championship-deildinni, en á æfingu Derby í gær varð Frank Lampard, stjóri liðsins, var við njósnara.

Hinn litríki stjóri Leeds, Marcelo Bielsa, hefur viðurkennt að hafa sent mann á æfingu hjá Derby í vikunni.

Bielsa segist einn taka fulla ábyrgð á málinu og segist ekki hafa spurt yfirmenn sína hjá Leeds um leyfi, hann einn hafi átt hugmyndina.

Bielsa sagði á blaðamannafundi að hann hafi talað við Lampard eftir atvikið og Lampard sagt honum að þetta væri ekki í lagi, þetta bryti á reglum.

„Ég hef aðra skoðun á málinu en eina skoðunin sem skiptir máli er skoðun Derby og Lampard. Ég hef gert þetta síðan fyrir HM 2002 þegar ég var með Argentínu. Sumum finnst þetta í lagi en öðrum ekki," sagði Bielsa.

Á æfingu í gær stoppaði Lampard æfingu Derby þegar að lögregla kom á æfingasvæðið vegna þess að maður hegðaði sér grunsamlega á jaðri þess. Maðurinn leit út fyrir að vera njósna um liðið á lokaæfingu þess fyrir leik liðsins gegn Leeds.

Maðurinn fannst með kíki á sér og föt til skiptana. Starfsmenn Derby komust að því að maðurinn vann fyrir Leeds.

Lampard segist ekki ætla að kvarta undan atvikinu, þetta væri samt ekki í fyrsta skiptið sem svona lagað gerðist á þessu tímabili. Hann vonast til að deildin taki á þessu.

„Fyrir leikinn sem við töpuðum 4-1 gegn þeim þá sáum við einnig mann í runnunum. Það gerir þetta tvisvar á sömu leiktíð," sagði Lampard.
Athugasemdir
banner
banner
banner