Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 11. janúar 2019 21:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Ásgeir Börkur á miðjunni hjá HK í sumar?
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ásgeir Börkur Ásgeirsson gæti mögulega verið að ganga í raðir HK fyrir næsta tímabil, en hann spilaði með liðinu í kvöld, í Fótbolta.net mótinu.

Ásgeir Börkur kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik þegar HK gerði jafntefli við Grindavík.

Ásgeir Börkur er í augnablikinu án félags, en hann yfirgaf Fylki í október.Ásgeir hefur stærstan hluta feril síns leikið með Fylki en hann lék með liðinu frá 2007-2013. Hann var á láni hjá Selfyssingum í tvö tímabil á þessum árum.

Hann hefur einnig leikið með Sarpsborg í Noregi og GAIS í Svíþjóð, en í fyrra spilaði hann 21 leik í Pepsi-deildinni með Fylki.

Undanfarið hefur hann verið að æfa með HK og svo gæti farið að hann spili með Kópavogsfélaginu í Pepsi-deildinni næsta sumar. HK komst upp í Pepsi-deildina á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner