Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 12. janúar 2019 11:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino: Sir Alex er besti stjóri sögunnar
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson. Hann stýrði United frá 1986 til 2013.
Sir Alex Ferguson. Hann stýrði United frá 1986 til 2013.
Mynd: Getty Images
Á morgun er leikur Tottenham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Þetta verður áhugaverður leikur að mörgu leyti. Þetta er fyrsta stóra prófraun Ole Gunnar Solskjær með Manchester United, en þarna er Solskjær að mæta Mauricio Pochettino, manninum sem er hvað mest orðaður við stjórastarfið hjá United.

Solskjær fékk starfið út tímabilið eftir að Jose Mourinho var rekinn. Solskjær vill starfið klárlega áfram en hann þarf að sanna sig. Pochettino er sagður efstur á óskalistanum hjá stjórnarmönnum United.

Pochettino hefur náð frábærum árangri sem stjóri Tottenham, en einn af þeim stjórum sem Argentínumaðurinn lítur hvað mest upp til er Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United.

Einn af draumum Pochettino rættist þegar hann snæddi með Ferguson fyrir tveimur árum síðan.

Sir Alex fékk heilablóðfall á síðasta ári en hefur náð að jafna sig. Hann sneri á dögunum aftur á æfingasvæði eftir að honum var boðið þangað af sínum fyrrum lærisveini, Solskjær.

„Það eru frábærar fréttir," sagði Pochettino um Sir Alex í viðtali við Sky Sports. „Hann er fótbolti, Sir Alex þýðir fótbolti."

„Ég sendi honum mínar bestu kveðjur þegar hann glímdi við veikindi. Ég get ekki falið aðdáun mína á honum. Hann er einn af þeim sem ég leit mest upp til."

„Við snæddum saman í London árið 2016 og höfum síðan átt í mjög góðu sambandi."

Pochettino segir að það gæti reynst mikilvægt fyrir lið United að hafa hitt Sir Alex á æfingasvæðinu.

„Hann er besti stjóri sögunnar. Hann er eins og fótboltaorðabók," sagði Pochettino.

Þegar Sir Alex var stjóri United var hann vanur að segja fyrir leiki gegn Tottenham: „Strákar, þetta er bara Tottenham." Það verður líklega ekki það sem Solskjær segir við leikmenn sína fyrir leikinn á sunnudaginn.

Tottenham er með mjög sterkt lið í dag og það má búast við hörkuleik á Wembley. Tottenham vann 3-0 sigur gegn United á Old Trafford fyrr á þessu tímabili.

Sjá einnig:
Pochettino og Solskjær mætast - „Engin auka hvatning"
Athugasemdir
banner
banner
banner