Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 12. janúar 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Doha í Katar
Kristján Flóki tæpur fyrir leikinn gegn Eistum
Icelandair
Kristján Flóki meiddist á ökkla á æfingu á fimmtudaginn.
Kristján Flóki meiddist á ökkla á æfingu á fimmtudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Óvíst er hvort framherjinn Kristján Flóki Finnbogason verði með íslenska landsliðnu gegn Eistlandi í vináttuleik í Katar á þriðjudaginn.

Kristján Flóki meiddist á ökkla á síðustu æfingu íslenska liðsins fyrir 2-2 jafntefli gegn Svíum í gær.

Kristján Flóki kom ekkert við sögu í gær og óvíst er með þátttöku hans í leiknum á þriðjudaginn.

Þó er ekki útilokað að hann nái að jafna sig í tæka tíð fyrir þann leik.

Kristján Flóki, sem fagnar 24 ára afmæli sínu í dag, er á mála hjá Start í Noregi en hann var á láni hjá IF Brommapojkarna í Svíþjóð á síðasta tímabili.

Kristján Flóki er uppalinn hjá FH en hann á fjóra landsleiki að baki með íslenska landsliðinu.

Athugasemdir
banner
banner
banner