lau 12. janúar 2019 13:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leeds biðst afsökunar - „Myndi frekar sleppa því að þjálfa"
Marcelo Bielsa.
Marcelo Bielsa.
Mynd: Getty Images
Leeds vann 2-0 í gær.
Leeds vann 2-0 í gær.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Leeds hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem beðist er afsökunar á njósnunum fyrir leikinn gegn Derby sem fram fór í gær.

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, sendi njósnara á æfingasvæði Derby fyrir leikinn, sem Leeds vann 2-0. Það komst upp um njósnarann og var lögregla kölluð á æfingasvæði Derby.

Fyrir leikinn í gær viðurkenndi Bielsa að hafa verið á bak við þetta allt saman.

„Fyrir suma er þetta rangt, fyrir suma ekki. Þetta er ekki ólöglegt. En það skiptir ekki máli hvort þetta sé löglegt eða ólöglegt, rétt eða rangt. Fyrir mig er það mikilvægast að Frank Lampard og Derby fannst þetta rangt. Ég hagaði mér ekki vel," sagði Bielsa.

Sjá einnig:
Bielsa viðurkennir að hafa látið njósna - Gert þetta síðan 2002


Yfirlýsing Leeds
Eftir ummæli Marcelo Bielsa í gær mun félagið vinna með þjálfaranum og hans teymi og minna þá á að félagið er byggt á heillindum og heiðarleika.

Eigandi okkar Andrea Radrizzani hefur hitt eiganda Derby, Mel Morris, til að biðjast formlega afsökunar.

Við munum ekki tjá okkur frekar á þessari stundu.

„Svindl er stórt orð"
„Við töpuðum gegn betra liði," sagði Frank Lampard, stjóri Derby, eftir leikinn í gær, en hann var mjög ósáttur með aðferðir kollega síns hjá Leeds.

„Það er aldrei rétt, hvergi í íþróttum, að senda menn til að brjótast inn á einkaeign. Þetta er menningarlegur hlutur, en þetta kom mér mjög á óvart - það kom mér líka á óvart að hann skyldi viðurkenna að hafa gert þetta áður. Svindl er stórt orð, en þetta fór klárlega yfir strikið. Ég varði 15 klukkustundum að horfa á leiki hjá Leeds í þessari viku, það er það sem bestu stjórarnir gera."

„Ég hef verið aðdáandi Bielsa, en ég vil frekar sleppa því að þjálfa en að notast við njósnir."

Lampard sagði jafnframt í gær að þetta hefði líka gerst fyrir leik gegn Leeds fyrr á tímabilinu.

Málið fer í rannsókn hjá enska knattspyrnusambandinu. Þetta kemur fram hjá Yahoo Sports.


Athugasemdir
banner
banner
banner