lau 12. janúar 2019 14:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Declan Rice tryggði West Ham sigur á Arsenal
Declan Rice tryggði West Ham sigur.
Declan Rice tryggði West Ham sigur.
Mynd: Getty Images
Arsenal gæti farið niður í sjötta sæti ef United vinnur Tottenham á morgun.
Arsenal gæti farið niður í sjötta sæti ef United vinnur Tottenham á morgun.
Mynd: Getty Images
West Ham 1 - 0 Arsenal
1-0 Declan Rice ('48 )

West Ham hafði betur gegn Arsenal í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Bæði lið fengu færi í fyrri hálfleiknum en að honum loknum var staðan markalaus.

Declan Rice fékk gott færi til að koma West Ham yfir undir lok fyrri hálfleiks en hann skallaði þá langt fram hjá er hann var einn og óvaldaður á teignum. Í upphafi seinni hálfleiks varð honum á engin mistök er hann kom West Ham 1-0 yfir. Þessi 19 ára gamli leikmaður að vekja mikla athygli fyrir frammistöðu sína með West Ham.


Arsenal átti góða kafla í seinni hálfleiknum en náði ekki að jafna. Arsenal skoraði reyndar tvisvar en í bæði skiptin voru mörkin dæmd af vegna rangstöðu.

Lokatölur 1-0 fyrir West Ham sem fer upp í áttunda sæti með 31 stig. Heilt yfir nokkuð sanngjarn sigur. Arsenal er í fimmta sæti, en liðið getur farið niður í það sjötta á morgun ef Manchester United vinnur Tottenham.

Arnautovic að kveðja?
Marko Arnautovic var mögulega að kveðja West Ham í leiknum. West Ham hafnaði á dögunum tilboði í hann frá Kína, en Arnautovic er sagður vilja fara frá West Ham.


Klukkan 15:00 hefjast fimm leikir í ensku úrvalsdeildinni. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner