Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. janúar 2019 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn mega spila fyrir tvö félög í Meistaradeildinni
Coutinho væri gjaldgengur með Manchester United.
Coutinho væri gjaldgengur með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Evrópska knattspyrnusambandið tilkynnti stóra reglubreytingu á miðvikudaginn sem felur í sér að leikmenn mega nú spila fyrir tvö mismunandi félög í Meistaradeildinni.

Félög mega skrá þrjá nýja leikmenn í Meistaradeildarhópa sína í janúar og í fyrsta sinn í sögunni mega þeir hafa spilað fyrir annað félag í riðlakeppninni.

Þetta er mikilvæg reglubreyting og verður áhugavert að sjá hvort hún muni hafa áhrif á leikmannamarkaðinn í janúar.

Útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar hefst 12. febrúar þegar Roma mætir Porto á sama tíma og Manchester United fær Paris Saint-Germain í heimsókn.
Athugasemdir
banner
banner