Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. janúar 2019 18:08
Ívan Guðjón Baldursson
Ranieri svekktur - Burnley vann án þess að eiga skot á markið
Mynd: Getty Images
Fulham heimsótti Burnley í enska boltanum í dag og komst yfir með glæsilegu marki frá Andre Schürrle snemma leiks.

Heimamenn jöfnuðu og komust yfir með tveimur sjálfsmörkum og stóðu uppi sem sigurvegarar án þess að eiga stakt skot sem rataði á markrammann.

„Þetta var ótrúlegur leikur. Við skorum frábært mark en svo erum við allt í einu komnir undir útaf tveimur sjálfsmörkum, það er ótrúlegt. Við fengum svo færi til að jafna en skutum í slánna og svo björguðu þeir á línunni," sagði Ranieri að leikslokum.

„Núna þurfum við að bregðast rétt við, eina sem við getum gert í stöðunni er að halda áfram að berjast fyrir stigum, við megum ekki gefast upp.

„Við áttum skilið stig að minnsta kosti en svona er fótboltinn, þessi æðislega íþrótt."


Nýliðar Fulham eru fimm stigum frá öruggu sæti í deildinni. Þetta var þriðji sigur Burnley í röð og er liðið þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Fulham á heimaleiki framundan gegn Tottenham og Brighton á meðan Burnley heimsækir Watford og Manchester United.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner