Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 12. janúar 2019 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Chris Hughton óánægður með dómgæsluna
Mynd: Getty Images
Brighton lokaði vel á Liverpool en gæðamunur liðanna var augljós er þau mættust í enska boltanum í dag.

Mohamed Salah gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 50. mínútu og komust gestirnir frá Liverpool nokkrum sinnum nálægt því að bæta við.

„Við vörðumst vel og héldum okkur í leiknum allan tímann. Við gerðum heiðarlega tilraun til að jafna og áttum skilið að fá eitthvað úr leiknum," sagði Hughton eftir tapið.

„Við vorum að spila við besta lið landsins og ég er mjög stoltur af frammistöðu strákanna í dag og á öllu tímabilinu. Ég vona að strákarnir skili annari svona frammistöðu í næstu umferð gegn Manchester United. Við þurfum að halda áfram að safna stigum og koma okkur yfir 40, þá erum við öruggir frá falli."

Hughton var þó ekki sérlega ánægður með dómarann. „Það var eflaust ekki viljaverk en okkur leið eins og langflestar ákvarðanir dómarans hafi farið með Liverpool í dag."
Athugasemdir
banner
banner