Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 12. janúar 2019 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ramos besti íþróttamaðurinn í Madríd
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos fékk afhent verðlaun á fimmtudaginn fyrir að vera besti íþróttamaðurinn í Madríd.

Ramos hlaut verðlaunin fyrir magnaðan árangur með Real Madrid og spænska landsliðinu undanfarin ár, fyrir að vera fyrirmynd og hvetja til íþróttaiðkunar í spænsku höfuðborginni.

„Ég er stoltur að vera fyrirliði Real Madrid og vil þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn hér í kvöld," sagði Ramos á verðlaunaafhendingunni.

„Ég er frá Sevilla, Andalúsíu, en Madríd tók mér með opnum örmum fyrir 13 árum. Hér hef ég vaxið og dafnað sem einstaklingur og íþróttamaður. Ég á heima hér."

Ramos er 32 ára gamall og leiddi hann Real til sigurs í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þriðja árið í röð síðasta vor. Frammistaða hans í leiknum var þó gríðarlega umdeild, þar sem Mohamed Salah hann sendi Mohamed Salah meiddan af velli og er talinn hafa gefið Loris Karius heilahristing.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner