sun 13. janúar 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Napoli og Inter eiga heimaleiki
Napoli er í öðru sæti ítölsku deildarinnar rétt eins og undanfarin ár.
Napoli er í öðru sæti ítölsku deildarinnar rétt eins og undanfarin ár.
Mynd: Getty Images
Þrír leikir í 16-liða úrslitum ítalska bikarsins fara fram í dag og eru tveir úrvalsdeildarslagir á dagskrá.

Torino tekur á móti Fiorentina í fyrsta leik dagsins og er mikil eftirvænting fyrir þessum leik, enda bæði lið í harðri Evrópubaráttu í deildinni. Sigurvegarinn í dag mætir Roma eða C-deildarliði Virtus Entella í næstu umferð.

Inter á svo leik við Benevento sem féll úr efstu deild í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið kemst svona langt í bikarnum og því sögulegur leikur fyrir félagið. Liðin keppast um að mæta Lazio í 8-liða úrslitum.

Napoli fær Sassuolo í heimsókn í síðasta leik dagsins og er hægt að búast við erfiðum leik fyrir sterkt lið Napoli. Erfiður leikur gegn AC Milan bíður sigurvegaranna.

Leikir dagsins:
14:00 Torino - Fiorentina
17:00 Inter - Benevento
19:45 Napoli - Sassuolo
Athugasemdir
banner
banner