Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 12. janúar 2019 21:49
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Villarreal tapaði á heimavelli
Mynd: Getty Images
Slæmt gengi Villarreal virðist engan endi ætla að taka en liðið tapaði á heimavelli fyrir Getafe í spænska boltanum í kvöld.

Staðan var markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik en Jorge Molina kom gestunum yfir með glæsilegu einstaklingsframtaki í upphafi síðari hálfleiks.

Heimamenn tóku öll völd á vellinum og sóttu án afláts en inn vildi boltinn ekki, þar til Leandro Cabrera tæklaði knöttinn óvart í eigið net eftir fyrirgjöf frá vinstri kanti.

Villarreal tókst ekki að sækja sigurinn þrátt fyrir mikinn sóknarþunga en það voru hins vegar gestirnir sem stálu sigrinum með marki frá Angel, sem slapp í gegn eftir skyndisókn og vippaði boltanum fagmannlega yfir Sergio Asenjo í marki heimamanna.

Karl Toko Ekambi fékk kjörið tækifæri til að bjarga stigi fyrir heimamenn en hann klúðraði vítaspyrnu í uppbótartíma. Villarreal er í fallsæti eftir tapið, tveimur stigum frá öruggu sæti. Getafe er í sjötta sæti, sem veitir þátttökurétt í Evrópudeildinni.

Diego Jóhannesson Pando lék þá allan leikinn er Real Oviedo lagði Tenerife að velli í B-deildinni.

Þetta var annar sigur Oviedo í röð og er liðið aðeins fjórum stigum frá umspilssæti.

Villarreal 1 - 2 Getafe
0-1 Jorge Molina ('52)
1-1 Leandro Cabrera ('76, sjálfsmark)
1-2 Angel ('89)

Real Oviedo 1 - 0 Tenerife
1-0 Yoel Barcenas ('23)
Athugasemdir
banner
banner
banner