Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. janúar 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Yaya Toure: Marquez var tíu sinnum betri en Pique
Messi er í liðinu en Pique fékk ekki þann heiður
Messi er í liðinu en Pique fékk ekki þann heiður
Mynd: Getty Images
Gerard Pique miðvörður Barcelona er af mörgum talinn einn af bestu varnarmönnum sinnar kynslóðar.

Yaya Toure fyrrum leikmaður Barcelona lék með Pique þar um tíma, en er þó með hann á töluvert lægri stalli en annan fyrrum liðsfélga sinn hjá Barcelona. Hann heldur mikið upp á Rafael Marquez.

Toure sagði í viðtali við Sky Sports að hann fólk muni ekki jafn vel eftir Marquez af því að hann spilaði ekki í ensku Úrvalsdeildinni.

„Hann er einn sá besti sem ég veit um og man eftir, farið á YouTube og skoðið myndbönd af honum, hann var tíu sinnum betri en Pique. Þeir líta út fyrir að vera svipaðir en ég er að segja ykkur að Marquez var tíu sinnum betri, ég elskaði hvernig hann spilaði leikinn," sagði Toure.

Toure var að velja byrjunarlið sett saman af þeim leikmönnum sem hann hafi spilað með á ferlinum. Ásamt Marquez voru í liðinu: Ederson, Vincent Kompany, Carles Puyol, Andres Iniesta, Leroy Sane, Thierry Henry, Lionel Messi, Sergio Aguero, Samuel Eto'o og Didier Drogba.
Athugasemdir
banner
banner